Á hvítasunnudag verða fermd 11 börn í tveimur athöfnum í kirkjunni okkar og eitt fermingarbarn fermist á Ríp á laugardegi fyrir hvítasunnu. Þó að slakað hafi verið á samkomutakmörkunum metum við aðstæður þannig að fermingarmessurnar verði einungis fyrir fjölskyldur fermingarbarnanna. Þannig verður það vera í þetta sinn.
Fyrir þau sem vilja bregða sér í bíltúr er rétt að vekja athygli á guðsþjónustu á Hólum á hvítasunnudag 23.maí, kl. 14. Prestur er sr. Halla Rut Stefánsdóttir, organisti Jóhann Bjarnason.
Næsta almenna guðsþjónusta verður að kvöldi sjómannadags, 6. júní, kl. 20 og verður nánar auglýst síðar.
“Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minnm segir Drottinn allsherjar.“ (Sak.4.6b)