Sauðárkrókskirkja hefur til margra ára boðið söfnuðinum til tónleika og altarisgöngu að kvöldi skírdags. Eins er það í ár á skírdag þann 5.apríl, kl.20 verður boðið til tónleika. Stórsöngvarann Matthías Matthíasson, Matti papi að gleðja Króksara og nærsveitunga með söng. Matti er löngu orðinn landsþekktur fyrir söng, hann hefur verið áberandi í tónlistarlífinu um langa hríð. Á dagskránni eru lög úr ýmsum áttum sem hæfa tilefninu.

Í hléi verður atburða skírdagskvölds minnst með óhefðbundinni altarisgöngu, þar sem brotið verður brauð frá Róbert bakara og bergt á vínþrúgum frá suðrænum löndum. Verið velkomin til kirkjunnar!