Skagafirði 21. apríl 2023
Kæru foreldrar/forráðamenn!
Nú er komið að því skrá börn fædd 2010 í fermingarfræðslu veturinn 2023-2024. Fermingarfræðslan stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða, óháð trúfélagi og hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki. Fermingarfræðslan er nauðsynlegur undirbúningur fermingar (ásamt skírn). Þegar barnið er skráð skal færa inn auk annarra upplýsinga hvar barnið óskar að fermast og hvaða fermingardagur hentar (með fyrirvara um breytingar).
Með fermingarfræðslunni er markmið að efla almenna þekkingu á kristinni trú og kristnum gildum, enn fremur að börnin kynnist helgihaldi og starfi kirkjunnar.
Kostnaður vegna fermingarfræðslunnar er í tvennu lagi, annars vegar fræðslugjald 21.830 krónu og greiða þarf fyrir fermingarferðalag í Vatnaskóg. Fræðslan hefst með námskeiði í Vatnaskógi dagana 21.-25.ágúst.
Fermingardagar 2024 eru:
Pálmasunnudagur 24. mars
laugardagur fyrir páska 30. mars
hvítasunnudagur 19. maí
laugardagur 25. maí (ekki í boði í Sauðárkrókskirkju)
Með góðum kveðjum,
Sigríður, Halla og Dalla prestar í Skagafjarðarprestakalli.