Ef að sól í heiði sést

á sjálfa kyndilmessu

snjóa vænta máttu mest,

maður, upp frá þessu.

Þessa gömlu vísu þekkja margir. Í dag er kyndilmessa. Hún dregur nafn sitt af því að kerti þau sem nota átti í helgidómnum Guði til dýrðar voru vígð, helguð til þess að minna á ljósið eilífa, Jesús sjálfan. Að tendra ljós er einfaldasta lýsing á hlutverki kristinna manna í heiminum. Við horfum vongóð fram á við, starfið í kirkjunni er hafið að nýju eftir uppihald. Næsta sunnudag verður hægt að koma til guðsþjónustu kl. 11 og sunnudagaskóli verður kl. 12.30. Messa og barnastarf verður annan hvern sunnudag fram undir páska.

Safnaðarstarfið á virkum dögum:

Þriðjudagar:  Fermingarfræðsla kl. 14.10-16.

Þriðjudagar:   Kyrrðarbæn kl. 17.30-18

Miðvikudagar: Mömmu og pabbamorgnar kl. 10-12

Fimmtudagar: Stubbar (10-12 ára starfið) kl. 17-18.15

Fimmtudagar: Kirkjukóræfing kl.20-21.30