Á hvítasunnudag verða fermd 11 börn í tveimur athöfnum í kirkjunni okkar og eitt fermingarbarn fermist á Ríp á laugardegi fyrir hvítasunnu. Þó að slakað hafi verið á samkomutakmörkunum metum við aðstæður þannig að fermingarmessurnar verði einungis fyrir fjölskyldur fermingarbarnanna. Þannig verður það vera í þetta sinn.

Fyrir þau sem vilja bregða sér í bíltúr er rétt að vekja athygli á guðsþjónustu á Hólum á hvítasunnudag 23.maí, kl. 14. Prestur er sr. Halla Rut Stefánsdóttir, organisti Jóhann Bjarnason.

Næsta almenna guðsþjónusta verður að kvöldi sjómannadags, 6. júní, kl. 20 og verður nánar auglýst síðar.

“ Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minnm segir Drottinn allsherjar.“ (Sak.4.6b)