Þann 9. maí verður messa kl.11.
Kirkjukórinn syngur fallega sumarsálma undir stjórn Rögnvaldar organista. Sigríður Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Aðalfundur safnaðarins verður svo haldinn í nokkuð beinu framhaldi og hefst kl.12.30 í safnaðarheimilinu. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Milli messu og fundar verður boðið upp á súpu og brauð.

Nú eru margir búnir að fá bólusetningu og 100 mega koma saman við trúarlegar athafnir svo vonandi sjáum við sem flesta.