Kyrrðarbæn alla miðvikudaga kl.17.30-18

Haust

Í asa nútímans finnast fáar næðisstundir til hvíldar og endurnæringar. Hverri manneskju er það þó mikilvægt til að halda jafnvægi og endurnýja orku. Stöðugt áreiti er ekki til þess fallið að efla frið og ró í sál og sinni.

Kristin hefð hefur í gegnum aldirnar iðkað Kyrrðarbæn (Centering Prayer). Fyrir nokkrum áratugum var kyrrðarbæn, þessi forna hefð klaustranna endurvakin í Ameríku og hefur borist þaðan til margra landa. Fólk leitaði í kyrrðarbænina því hún reyndist vörn gegn streitu og ójafnvægi í dagsins önn. Bænaiðkunin fer fram í þögn í 20 mínútur með heilögu orði sem stuðningi. Þetta krefst einbeitingar og eftir því sem iðkandinn verður bæninni handgengnari verður hún sterkari. Áhrif af bæninni eru langvarandi. Hún gefur frið, þolinmæði, aukna einbeitingu, sjálfsskilning, orku og jafnvel aukna gleði. Kyrrðarbænin kennir okkur að hverfa frá hinu daglega amstri og skapar þannig rými fyrir nýja hluti hið innra. Kyrrðarbænin er stunduð í hópum víða um land, nánari upplýsingar má sjá á www.kristinihugun.is/bænahópar og einnig á https://www.kyrrdarbaen.is/.

Verið hjartanlega velkomin til að prófa, fyrsta kyrrðarbænin verður miðvikudaginn 7.október, kl.17.30.