Helgihald næstu vikurnar verður sem hér segir:
21. maí – Helgistund kl.11 á uppstigningadag, degi aldraðra. Sigríður Margrét Ingimarsdóttir og bræðurnir Ingi Sigþór og Róbert Smári Gunnarssynir syngja. Fyrir þau sem ekki eiga heimangengt verður stundinni streymt og hægt að fylgjast með á facaebook-síðu Sauðárkrókskirkju.
31. maí – Hátíðarmessa kl. 11 á hvítasunnudag. Kirkjukórinn leiðir sálmasöng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista.
7. júní Sjómannamessa kl. 20.
Messa að kvöldi sjómannadags. Ræðumaður verður Ólafur Bjarni Haraldsson sjómaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Ægir Ásbjörnsson og Áróra Árnasdóttir syngja við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar..