Næsta sunnudag, 31.mars mun biskup Íslands, frú Agnesar M. Sigurðardóttir heimsækja söfnuðinn okkar. Hún prédikar í messu kl. 13 (athugið tímann!) og eru allir sem kirkju- og Kristsvinir/vinkonur hvött til að mæta til messunnar. Fermingarstúlkur lesa ritingarlestra, kirkjukórinn leiðir sönginn og Rögnvaldur verður við orgelið, Sigga prestur þjónar fyrir altari. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og eitthvað með því í safnaðarheimilinu.