Á sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní, verður helgistund í Sauðárkrókskirkju kl.17.

Kirkjukórinn leiðir söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar organista. Arnar Freyr Guðmundsson (sem er sjómannssonur) leikur á harmonikku og Rannveig Sigrún Stefánsdóttir(komin af sjómönnum að langfeðratali) syngur einsöng.

Verið hjartanlega velkomin, ekki síst sjómenn og fjölskyldur þeirra.