Helgiganga á Tindastól

Sunnudaginn 2. júlí, klukkan 9 árdegis verður helgiganga á Tindastól, ef veður leyfir. Hist við námuna sunnan við Skarð og gengið á Stólinn eftir stikaðri leið. Á leiðinni upp verður áð og fjallræða lesin. Reiknað er með ferðin taki 4-5 klukkustundir. Farið verður hægt yfir og gott að hafa með sér vatn á brúsa og smá nesti.

Verið velkomin!