Passíusálmar  Hallgríms Péturssonar teljast til höfuðverka íslensks kveðskapar og eru einhver mögnuðustu trúarljóð sem saman hafa verið. Hallgrímur orti Passíusálmana á árunum 1656-59. Sálmarnir eru 50 talsins og í þeim er píslarsaga Jesú Krists rakin af mikilli innlifun. Þeir hafa verið gefnir út á íslensku oftar en 80 sinnum og hafa verið þýddir á fjöldamörg önnur tungumál. Sálmarnir hafa lifað með þjóðinni kynslóð fram af kynslóð og eru fluttir á Rás 1 á föstunni ár hvert, og hafa einnig verið fluttir að hluta eða heild í kirkjum víða um land á föstudaginn langa. Eins og undanfarin ár verða sálmarnir lestnir í Sauðárkrókskirkju á föstudaginn langa, 14. apríl og hefst lesturinn kl.10 og lýkur væntanlega á þriðja tímanum. Hér með er auglýst eftir fólki sem vill lesa, einn sálm eða fleiri og áhugasöm beðin að hafa setja sig í samband við Sr. Sigríði (s.8628293). Ekki síður er fólk hvatt til að kíkja við og hlusta en hver getur komið og farið að vild.