Ung-messan um síðustu helgi lukkaðist heldur betur vel og unglingarnir sem sungu, lásu og fluttu bænir stóðu sig öll með prýði. Tæplega eitthundrað manns mættu til kirkju. Sunnudaginn 19. febrúar er messufrí á konudegi. Sunnudagaskólinn er þó á sínum stað kl. 11 og taka Sigga og Sigrún á móti öllum með bros á vör. Verið velkomin til kirkjunnar með yngri kynslóðina.