Næsta sunnudag, 12. febrúar er sunnudagaskóli kl.11. Umsjón hafa Sigga og Sigrrún og Rögnvaldur er við píanóið. Söngur, biblíusaga, brúðuleikrit og fleira skemmtilegt. Gæðastund fyrir yngri kynslóðina, foreldra, ömmur og afa.

Um kvöldið verður blásið til stórskemmtilegrar kvöldmessu kl. 20 þar sem ungmenni verða í öllum aðalhlutverkum. Verið velkomin til kirkjunnar!