Næsta sunnudag sem er 5. febrúar verður sunnudagaskóli kl.11. Góð og uppbyggileg stund fyrir yngri börnin, mömmur og pabba, ömmur og afa.
Messa kl. 14. Kirkjukórin leiðir safnaðarsöng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilnu eftir messuna.
Verið velkomin til kirkju!