Gleðilegt nýtt ár! Nú fer kirkjustarfið að rúlla af stað aftur á nýju ári.

Opið hús fyrir foreldra ungra barna (mömmumorgnar)  verða alla þriðjudaga kl.10-12 í safnaðarheimilinu. Gott að hittas aðra foreldra, drekka kaffi saman og fá fræðslu öðru hvoru.

Stubbarnir, 10-12 ára börn hafa sína fundi á fimmtudögum kl.17.15-18.30. Allir krakkar í 5.-7. bekk boðin velkomin. Stubbastarfið byrjar með óvenjulega miklu trukki því að um helgina, 14.-15. janúar verður farið á TTT-mót á Löngumýri og gist eina nótt. Athugið að það þarf að skrá börnin fyrir föstudaginn 13. janúar en þau fengu skráningarblað með sér heim í síðustu viku.

Fermingarfræðslan byrjar 24. janúar og verður á sömu tímum og fyrir áramót, stúlkur strax eftir skóla kl.14 og drengirnir koma svo kl. 15.