Næsta sunnudag, þann 15. janúar, verður fyrsta messa ársins kl.14.

Kirkjukórinn leiðir söng að venju, Rögnvaldur verður við orgelið og sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Fermingarbörn lesa lestrana. Eftir messu er boðið upp á kaffisopa, djús og kleinur í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskóinn hefur göngu sína að nýju sunnudaginn 22. janúar, kl.11.

Sunnudagaskólinn hefst 22. janúar og verður framvegis alla sunnudaga fram til pálmasunnudags. Umsjón hafa Sigrún Fossberg og Sigríður Elísabet Snorradóttir, ásamt Rögnvaldi organista. Eru foreldarar, svo ekki sé minnst á skírnarvottar ungra barna, eindregið hvött til að koma með börnin og eiga með þeim gæðastund í kirkjunni þar sem þau heyra sögur af Jesú og læra að biðja.

Sunnudaginn 29. janúar verður kyrrðarstund kl.20.

Einfaldir sálmar sungnir, lesið úr heilgari ritningu, bænir og altarisganga. Tekið við bænaefnum á staðnum og í síma 8628293.

Verið velkomin til kirkju!