Í desember ár hvert aðstoðar Sauðárkrókskirkja efnalítið fólk svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem verða gefin út eigi síðar en 19. desember. Umsóknum skal komið til sóknarprests (í síma 8628293, eða skriflega: sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is) og helst þurfa þær að hafa borist fyrir 6. desember.