Í gær komu gestir langt að komnir og heimsóttu fermingarbörnin í Sauðárkrókskirkju. Þau Million og Ahmed Nur eru frá Eþíópíu. Þau vinna að verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar þar í landi. Þau sögðu frá landinu sínu og hvað það er dýrmætt að fá aðstoð frá okkur til að aðstoða fólk við að byggja brunna og fá betri aðgang að hreinu vatni. Sú hjálp bætir heilsufar og hjálpar ekki síst börnum og konum sem þurfa annars að ganga langar leiðir til að nálgast vatn og það getur tekið nánast allan daginn. Með Million og Ahmed Nur var túlkurinn Birna, takk fyrir komuna 🙂