Á hverjum þriðjudagsmorgni er opið hús fyrir foreldra ungra barna í safnaðarheimiliu frá kl.10-12. Oftast köllum við þetta mömmumorgna því mömmurnar eru í algjörum meirihluta. Þar er gott að koma saman með krílin, spjalla og fá sér kaffi og með því. Öðru hvoru koma góðir gestir sem flytja erindi sem tengjast ungum börnum og/eða foreldrum þeirra. Næsta þriðjudag þann, 4. október kemur Jenný ljósmóðir og fræðir um brjóstagjöf og næringu barna á fyrsta ári.

Verið velkomin með litlu börnin!