Næsta sunnudag verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl.11. Umsjón hefur Sigrún Fossberg ásamt aðstoðarkonunni Halldóru Hebu og Rögnvaldur er við píanóið. Síðasta sunnudag komu litlir hvolpar í heimsókn enda var Biblíusagan Örkin hans Nóa. Alltaf eitthvað skemmtilegt og fræðandi á hverjum sunnudegi.
Eftir hádegið verður messa kl.14. Fermingarbörn lesa ritningarlestra, kirkjukórinn leiðir sönginn undir stjórn Rögnvaldar organista. Prestur er sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Verið velkomin til kirkju!