Sjálfstyrkingarnámskeiðið Konur eru konum bestar verður haldið í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju þriðjudagana 27. september og 4. október, kl.19-22.

Námskeið þetta hefur verið haldið í mörgum kirkjum, hér á landi og erlendis frá árinu 1989 og notið vinsælda. Hér gefst konum tækifæri til að kynnast sjálfum sér betur í félagsskap annarra kvenna. Þær deila reynslu sinni hver með annarri og bent er á leiðir til uppbyggingar. Þá er mikið lagt upp úr umræðum og hópavinnu. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á daglegan veruleika kvenna enn þann dag í dag.

Þátttaka er konum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt að skrá sig á netfangið: sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is