Um næstu helgi eru Lummudagar og af þvi tilefni býður Sauðárkrókskirkja til leiksýningar á laugardaginn 25. júni,  kl. 13:00. Sýningin heitir Hafdís og Klemmi – og leyndardómar háaloftsins. Þetta er skemmtileg sýning fyrir börn á öllum aldri. Persónur eru Hafdís og Klemmi sem eru jafnframt aðalpersónur þáttaseríunnar Daginn í dag en sýningin er sjálfstætt framhald þáttanna.

Sýningin fjallar um ævintýri vinanna tveggja sem finna dularfullt tæki uppi á háalofti heima hjá ömmu Hafdísar. Umfjöllunarefni sýningarinnar eru hæfileikar. Hverjir hafa hæfileika og hvernig getur maður nýtt hæfileika sína til góðs? Mikið er gert uppúr þátttöku barnanna í áhorfendasalnum.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!