Í dag fengu börn fædd árið 2003 heim með sér skráningarblað í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur. Fermingarstörfin hefjast með fermingarbúðum í Vatnaskóg dagana 15.-19. ágúst. Skráningarblaðinu á að skila útfylltu fyrir 27. maí til ritara skólans eða undirritaðrar. Athugið að öll börn eru velkomin í fermingarferðalagið, hvort sem þau ætla að fermast eða ekki.

Fermingardagar næsta vor eru:

Pálmasunnudagur 9. apríl, kl.11

Laugardagur eftir páska 22. apríl, kl. 11

Hvítasunnudagur 4. júní, kl.11.

Bestu kveðjur,

Sigríður Gunnarsdóttir