Að kvöldi skírdags, þann 24. mars, kl.20 býður Sauðárkrókskirkja til tónleika með Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur.

Hrafnhildur Ýr vakti fyrst athygli í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir margt löngu. Síðast söng hún sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Vocie þáttunum s.l vetur.
Í hléi, verður atburða skírdagskvöld minnst eins og greint er frá þeim í guðspjöllunum. Óhefðbundin altarisganga þar sem við brjótum brauð frá Sauðárkróksbakaríi og bergjum á ávexti vínviðarins með.

Tónleikar og gæðastund fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.