Mikið verður um að vera í kirkjunni á næstunni og fjölbreytt helgihald yfir bænadaga og páska:
Pálmasunnudagur, 20. mars: Fermingarmessa kl.11
Skírdagur, 24. mars: Tónleikar með Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur kl.20. Óhefðbundin altarisganga í hléi, aðgangur ókeypis.
Föstudagurinn langi, 25. mars: Passíusálmarnir lesnir í heild sinni, byrjað kl. 10 f.h. Fólk getur komið og farið að vild. Þau sem vilja lesa setji sig í samband við sóknarprest fyrir miðvikudag 23. mars.
Messa kl. 17. Píslarsagan lesin og litanían sungin.
Páskadagur 27. mars: Hátíðarmessa kl. 8. Vaknað í bítið og upprisunni fagnað. Boðið upp á morgunverðarhlaðborð eftir messu.
Hátíðarmessa á dvalarheimilinu kl. 13.
Páskamessa í Hvammskirkju kl. 16.