Miðvikudaginn 30. mars verður boðið Ör-námskeið um meðvirkni, í safnaðarheimilinu. Slík námskeið hafa notið mikilla vinsæla syðra og enginn ætti að láta það fram hjá sér fara.
Námskeið þetta er fyrir öll þau sem vilja fræðast um grunnorsakir samskiptaörðugleika, skilnaða, fíkna og ofbeldis. Námskeiðið stendur yfir í 3 klukkutíma og kostar 4. 000.
Örnámskeið þetta fjallar um hvernig meðvirkni verður til, hvernig hún þróast og hvaða áhrif hún hefur á fullorðinsár okkar. Einnig verður fjallað um það hvernig hægt er að takast á við meðvirknina og hvaða úrræði eru í boði.
Meðvirknivandinn er gríðar mikill hér á Íslandi og ekki ofsögum sagt að hér sé um ræða einn hluta af heilbrigðisvanda þjóðarinnar. Meðvirkni er allstaðar í kringum okkur, hvort sem um er að ræða á heimilinu, í vinnunni, innan fjölskyldunnar, úti í samfélaginu, í pólitíkinni, í vináttusamböndum eða í ástarsamböndum.
Að vera meðvirkur er að eiga í erfiðleikum með samskipti eða tengsl í einhverri mynd, hvort sem um er að ræða stjórnsemi okkar eða annarra, óöryggi í hinum ýmsu aðstæðum, ótti við að tjá raunverulegar tilfinningar og skoðanir, ótti við að segja sannleikann, kvíði fyrir samskiptum eða aðstæðum eða erfiðleikar á að koma okkur úr skaðlegum samskiptum. Það að losa sig við meðvirknina er að opna fyrir hamingjuna.
Hér er aðeins minnst á brot af þeim vanda sem við munum taka fyrir í þessu námskeiði og að sjálfsögðu munum við koma með leiðbeiningar um hvernig hægt er að takast á við meðvirknidrauginn í framhaldi.
Námskeiðið hefst kl 17:00 miðvikudaginn 30. mars og því lýkur kl 20:00.
Nauðsynlegt er að skrá sig á netfangið sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is fyrir 21. mars.
Leiðbeinandi: Kjartan Pálmason frá Lausninni, fjöskyldumiðstöð. Hann hefur árareynslu af að fjalla um meðvirkni og hefur haldið fjölda námskeiða um þetta efni.