Sunnudaginn 28. febrúar verður líflegt í Sauðárkrókskirkju.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl.11, þar sem Sigrún Fossberg og Rögnvaldur taka vel á móti börnum og fullorðnum. Söngur, brúður og gleði við völd.

Um kvöldið, kl. 20 bregðum við út af vananum og sláum upp poppmessu í anda David Bowie og Glen Frey úr Eagles. Öll tónlist í messunni er eftir Bowie og Frey en þeir eru báðir nýlega látnir. Flytjendur eru ekki af verri endanum, um söng sjá þau Sigurlaug Vordís og Guðbrandur Ægir og undirleikur verður í höndum Fúsa Ben, Jóhanns og Margeirs Friðrikssona, ásamt Rögnvaldar Valbergssonar organista. Prestur er sr. Halla Rut Stefánsdóttir.  Verið velkomin til kirkjunnar!