Hádegisbænir verða alla miðvikudaga á föstunni (frá öskudegi til páska), kl.12.10-12.30
Fastan er tímí íhugunar og iðrunar í kristinni trú. Þess vegna verða hádegisbænir alla miðvikudaga á föstunni, fyrsta skiptið öskudaginn þann 10. febrúar. Lögð er áhersla á kyrrð og bæn, róleg orgeltónlist og auðveldir sálmar sungnir og kraftmiklir ritningartextar föstunnar hugleiddir. Tekið við bænaefnum á staðnum. Á eftir er boðið upp á heita súpu og brauð í safnaðarheimilinu, því líkamann þarf líka að næra.
Hér er gullið tækifæri til að taka sér pásu frá amstri dagsins og eiga uppbyggilega og nærandi stund með Guði og mönnum.
Verið velkomin!
Sr. Halla og Sr. Sigga