Aðventan hefst næsta sunnudag þann 29. nóvember og þá er mikið um að vera í kirkjunni.
Sunnudagaskólinn verður fyrir yngstu kynslóðina kl. 11 eins og áður og nú má fara að syngja jólalögin.
Hátíðarmessa verður kl. 14, þar sem hátíðarsöngvarnir verða sungnir og kórinn syngur fallega aðventusálma. Venja er að minnast víglsu Sauðárkrókskirkju um leið og nýju kirkjuári er fagnað og ekki er síður fagnaðarefni að lítið barn verður borið til skírnar í upphafi messu. Fermingarbörn lesa ritningarlestra, organisti er Rögnvaldur Valbergsson og sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar. Kvenfélag Skarðshrepp bíður upp á kaffi og kökur eftir messuna.
Aðventuhátíð safnaðarins verður svo kl.20 að kvöldi fyrsta sunnudags í aðventu. Kirkjukórinn syngur og einnig kemur fram Barnakór kirkjunnar og Árskóla. 10-12 ára börn leika helgileik og Herdís A. Sæmundardóttir flytur hugleiðingu.
Verið velkomin til kirkjunnar!