Stubbarnir, starf fyrir 10-12 ára börn (5.-7. bekkinga) hefst fimmtudaginn 3. september kl. 17.15-18.30 og verður framvegis alla fimmtudaga. Allir 10-12 ára krakkar eru velkomnir að taka þátt í skemmtilegu starfi. Leiðtogar eru sömu og í fyrra, frábærar stúlkur með mikla reynslu, Fanney Rós, Gunnhildur Dís, Hólmfríður Sylvía og Kolfinna. Þeim til aðstoðar eru svo Hildur Ýr og Sylvía Rut.
Verið velkomin!