Dagana 13. júní til 22. júní verður kirkjukórinn í söngferð á Íslendingaslóðum í Kanada. Af þeim sökum verður ekki messa í Sauðárkrókskirkju á 17. júní en messuglöðum er bent á aðrar kirkjur í firðinum. Sóknarprestur fer með kórnum og mun ásamt kórnum syngja messu í Winnipeg á þjóðhátíðardaginn. Ef þörf er á þjónustu prests hér heima þessa daga er fólki bent á sr. Gylfa Jónsson á Hólum, gsm 895 5550 eða sr. Gísla Gunnarsson í Glaumbæ, gsm 893 7838.