Þann 14. maí, sem er uppstigningardagur er messa kl.11 í Sauðárkrókskirkju.

Uppstigingardagur er tileinkaður öldruðum í kirkjunni og þvi vel við hæfi að elsti starfandi prestur prófastsdæmisins, Sr. Gylfi Jónsson á Hólum prédiki. Einsöng syngur Þorbergur Skagfjörð Jósefsson og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista. Ritningalestra lesa tvær heiðurskonur úr Félagi eldri borgara þær Birgitta Pálsdóttir og Engilráð M. Sigurðardóttir.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju!