Kirkjukvöld kirkjukórs Sauðárkrókskirkju hefur verið fastur liður á mánudagskvöldi sæluviku svo lengi sem elstu menn muna.

Eins og áður er dagskráin fjölbreytt og metnaðarfull. Gestasöngvari er hinn ungi og efnilegi Sigvaldi Helgi Gunnarsson. Kórinn fær auk þess til liðs við sig hljóðfæraleikara, bræðurna góðkunnu, Jóhann og Margeir Friðrikssyni. Undirleikari og stjórnandi er Rögnvaldur Valbergsson organisti.

Ræðumaður kvöldsins er Guðný Káradóttir, forstöðumaður Íslandsstofu. Guðný er Króksari, dóttir Distu og Kára Steins. Kynnir er Pétur Pétursson, Álftagerðisbróðir og formaður sóknarnefndar.

Vonumst til að sjá sem flesta, aðgangseyrir er 2000 krónur og ekki tekið við kortum.

Verið hjartanlega velkomin!