Héraðsfundur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis verður haldinn á Sauðárkróki 12. apríl næstkomandi. Hann hefst með messu í Sauðárkrókskirkju kl. 11. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari, sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og organisti er Rögnvaldur Valbergsson.

Fundurinn hefst kl. 13. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, flytur erindi um líknarmeðferð, líknardauða og lok lífs. Öllu þjóðkirkjufólki er heimil fundarseta með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa tveir fulltrúar frá hverri sókn og prestar.

http://www.feykir.is/archives/95812