Fastan hefur löngum verið tími íhugunar og bæna. Því bryddum við upp á helgistundum kl.12-12.20 á föstudögum, út alla föstuna eða dagana 20. febrúar til og með 27. mars. Komum saman, heyrum Guðs orð og biðjum saman.
Tekið við bænaefnum á staðnum.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir.
​Notum föstuna til íhugunar og bæna.
Verið velkomin!