Dagana 9.-25. janúar er sr. Sigríður Gunnarsdóttir í leyfi. Í hennar fjarveru þjónar sr. Gylfi Jónsson, settur sóknarprestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli. Þau sem þurfa á prestsþjónustu að halda á þessum tíma eru beðin að snúa sér til Gylfa, sími hans er 453 6302 og 895 5550 og netfang sr.gylfi@centrum.is.

Sunnudagaskólinn hefst að nýju eftir jólafrí þann 18. janúar og verður eftirleiðis kl.11 á sunnudögum.

Fyrsta messa ársins verður 25. janúar, kl.14.