Á þriðja sunnudegi í aðventu, 14. desember, verður fjölskyldumessa kl.11. Börn úr Tónlistarskóla Skagafjarðar koma til okkar og leika jólalög á ýmis hljóðfæri. Biblíusaga, brúðuleikrit, söngur og gleði. Þetta er síðasti sunnudagaskóli fyrir jól. Verið velkomin með börnin.