Þessa vikuna verður tvisvar mömmumorgunn. Föstudaginn 7. nóvember verður opið hús fyrir foreldra með ung börn kl.10-12. Við fáum góðan gest sem er Helga Hinriksdóttir, ljósmóðir og ráðgjafi hjá Fyrstu tengsl, miðstöð foreldra og barna. Hér má lesa nánar um Fyrstu tengsl: www.fyrstutengsl.is. Helga ætlar að segja frá starfi sínu og reynslu og gefa góð ráð. Vonast til að sjá sem flestar nýbakaðar og verðandi mæður!