Kirkjan vill leggja sérstaka rækt við börnin, sem einn daginn erfa landið. Boðið er upp á starf fyrir yngri kynslóðina í miðri viku auk sunnudagaskólans sem er á sínum stað kl.11 alla sunnudaga.

Stubbar eru fyrir börn á aldrinum 10-12 ára og hittast á fimmtudögum kl.17.15-18.30, fyrsti fundur verður 18. september.

Prakkarar eru fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára og hittast á þriðjudögum kl.16.30-17.30, fyrsti fundur verður 23. september.

Fundirnir eru í safnaðarheimilinu, dagskráin er fjölbreytt og margt til gamans gert svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Blandað er saman leik, fræðslu og söng. Stubbar og Prakkarar eru ókeypis og allir krakkar eru velkomnir.

Umsjón hafa frábærir leiðtogar, Elísabet Ýr Steinarsdóttir, Fanney Rós Konráðsdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir, Hólmfríður Sylvía Björnsdóttir og Kolfinna Einarsdóttir.