Nú eru mömmumorgnarir byrjaðir aftur eftir sumarfrí. Alla þriðjudaga er opið hús frá 10-12. Þar gefst heimavinnandi foreldrum ungbarna kostur á að hitta aðra foreldra, spjalla og drekka saman kaffi. Öðru hvoru verður boðið upp á fræðslu, frá ljósmæðrum og fleira fagfólki um ýmiskonar málefni sem skipta nýbakaða foreldara og lítil börn máli. Verið velkomin!