Messað verður að kvöldi sunnudagsins 17. ágúst, kl.20.
Fallegir sálmar og lög í flutningi kirkjukórins, organisti Rögnvaldur Valbergsson.
Fermingarbörn vorsins 2015 eru sérstaklega boðin velkomin ásamt foreldrum eða forráðamönnum. Strax að messu lokinni er stuttur upplýsingafundur vegna fermingarnámskeiðs í Vatnaskógi, dagana 18.-22. ágúst.
Verið velkomin!