Helgina 10.-11. maí verður farið í safnaðarferð á Seltjarnarnes.
Lagt verður af stað frá kirkjunni með langferðabíl, laugardaginn 10. maí, kl.14. Fólk útvegar sér sjálft gistingu.
Sunnudaginn 11. maí verður messa í Seltjarnarneskirkju kl.11 sem Kirkjukór Sauðárkróks syngur ásamt sóknarpresti.
Eftir hádegi verður kirkjukórinn svo með tónleika í sömu kirkju kl.13.
Lagt af stað heim á leið að tónleikum loknum.
Öll áhugasöm eru velkomin en þau sem ætla að koma með rútu þurfa að skrá sig fyrir 7. maí.
Skráning og nánari upplýsingar á netfangið sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is eða í síma 862 8293.
Sóknarprestur og sóknarnefnd.