Skírdagur, 17.apríl kl.20: Tónleikar með Þórhildi Örvarsdóttur. Atburða skírdagskvölds minnst með altarisgöngu. Brauð frá Sauðárkróksbakrí brotið og bergt á vínþrúgum úr Skagfirðingabúð.

Föstudagurinn langi, 18.apríl kl.11: Messa. Píslarsagan lesin og litanían sungin, söngkonan Ólöf Ólafsdóttir á Þverá syngur einsöng.

Föstudagurinn langi, 18.apríl kl.13-17: Passíusálmar Hallgríms Pétursonar lesnir. Sóknarbörn sameinast um lesturinn, þau sem eru áhugasöm að lesa hafi samband við Selmu í síma 893 4288.

Páskadagur, 20.apríl kl.8: Hátíðarmessa að morgni páskadags. Hátíðartónið sungið og sigri lífsins fagnað með morgunverðarhlaðborði að messu lokinni.

Páskadagur, 20.apríl kl.11: Hátíðarmessa á Dvalarheimilinu.

Páskadagur, 20.apríl kl.14: Páskamessa í Ketukirkju á Skaga.

Verið velkomin til kirkjunnar!