Vinir í bata ætla að leggja af stað í 12 spora ferðalag ef nægur áhugi er fyrir hendi. Fundir verða á mánudagskvöldum kl.19.30 – 21.30  í safnaðarheimilinu. Fyrstu fundirnir eru öllum opnir og verða fundirnir  í kvöld og næsta mánudagskvöld opnir. Öll áhugasöm eru hvött til að mæta og kynna sér starf Vinanna og  12 sporin sem fjölmargir hafa nýtt sér til uppbyggingar og fengið bata af. Nánari upplýsingar um Vini í bata er að finna á vefsíðunni www.viniribata.is

Verið velkomin á opinn 12 spora fund i kvöld og næsta mánudagskvöld.