Á hvítasunnudag, 19.maí, verður messað kl.11 í Sauðárkrókskirkju.
Sjö börn staðfesta skírnarheit sín og lítið stúlkubarn verður borið til skírnar. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista. Verið velkomin til kirkjunnar á hátíð heilags anda.