Næsta sunnudag sem er pálmasunnudagur 24.mars, kl.11  ganga fyrstu fermingarbörnin upp að altarinu og staðfesta skírnarheit sín. Hópurinn er stór eða 15 börn. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista. Fermingarbörnin hafa sjálf valið flesta sálmana sem sungnir verða og samið bænir. Verið velkomin til kirkju á þessum hátíðisdegi 🙂