Nú á föstunni eru kyrrðar-og fyrirbænastundir kl.12.05-12.25 alla fimmtudaga. Orgelleikur, söngur, ritningarlestrar, stutt hugleiðing og bænir. Tekið við bænaefnum á staðnum eða í síma 862 8293. Boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu á eftir. Á föstunni er einmitt rétti tíminn til að líta inn á við, íhuga og biðja. Verið hjartanlega velkomin til kirkjunnar.