23.desember, Þorláksmessa: Kyrrðarstund kl.21. Helga Rós Indriðadóttir syngur sígilda jólasálma og vaggar okkur inn í helgi hátíðarinnar. Notaleg stund til að hrista af sér jólastressið og komast í hátíðarskap.

24.desember, aðfangadagur jóla: Aftansöngur kl.18. Syngjum jólin inn með hátíðarsöngvum sr.Bjarna. Kirkjukórinn leiðir sönginn, Sigríður E. Snorradóttir syngur einsöng. Miðnæturmessa kl.23.30. Englarnir syngja með kirkjukórnum  á jólanótt og Sigurdríf Jónatansdóttir syngur einsöng.

25.desember, jóladagur: Hátíðarmessa kl.14. Kirkjukórinn leiðir söng. Einsöngur Guðrún Helga Jónsdóttir frá Miðhúsum.  Hátíðarmessa kl.15.30 á dvalarheimilinu Sauðárhæðum.

26.desmber, annar dagur jóla: Jólamessa í Hvammskirkju á Laxárdal, kl.14. Einsöngur Pétur Pétursson.

31.desember, gamlársdagur: Aftansöngur kl.18. Kirkjukórinn leiðir söng. Einsöngur Kristján Valgarðsson og sr.Gísli Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár.

Sigríður Gunnarsdóttir