Nú er frost á Fróni og fannir  í garði –  sökum þess verða þeir fjölmörgu krossar sem eru í vörslu garðsins ekki settir niður, nema sérstaklega verði eftir því leitað. Rétt er að ítreka að umræddir krossar eru allir í einkaeign og að sjálfsögðu geta eigendur þeirra fengið þá afhenta og séð um að koma þeim fyrir,  æski þeir þess.  Þar eð geymsluhúsnæði  garðsins er mjög takmarkað er þess vænst að eigendur krossa fjarlægi þá að afloknum jólum og geymi í sínum fórum.

Eins og í fyrra verður innheimt  500 kr. rafmagnsgjald fyrir hvern kross. Best er að greiða gjaldið inn á reikning  Sauðárkrókskirkju nr.  310 – 26 – 478, kt. 560269 – 7659 og láta koma fram fyrir hvaða leiði er verið að greiða, hver greiðir og senda kvittun í tölvupósti á netfangið: ingvar@fjolnet.is  Einnig er að sjálfsögðu hægt að greiða hjá garðverði  henti það betur, en hann mun verða í „efra“ milli kl.  13 og 15  dagana 7., 10. og 11. desember n.k.. – Þess  utan er hægt að ná sambandi  við garðvörð í síma 891 9174 eða með því senda tölvupóst á ofangreint  netfang.